Select Page

Nú fer tími ferðalaga að renna upp og hvað ætlar þú að gera?

Kannski það sama eða svipað og við hin. Ferðast innanlands í sumar en þá hvernig, á bíl eða á mótorhjóli?

Að ferðast um landið okkar á mótorhjólum að kunnugra sögn er eitthvað það skemmtilegasta uppátæki sem fólk getur tekið sér fyrir þar eða ef þú ert eitthvað fyrir að fara um á mótorhjóli, ef ekki hlýtur það að vera kvöl og pína að fara hringinn á mótorhjóli en þá ferðu bara á bílnum.

En hér eru fimm atriði sem ferðaglaðir hjólarar hafa tekið saman um að betra er að ferðast um á mótorhjóli frekar en í bíl. Þessi listi er sennilega langt frá að vera tæmandi en gefur einhverja smá innsýn þó í hvað það er sem drífur fólk í að nota mótorhjólin frekar en bílinn.

Númer 1 er Frelsið

Frelsið sem þú hefur á hjóli á móts við bíl. Þú getur nánast gert eða farið þangað sem þú vilt, stoppað þar sem þér dettur í hug. Að sjálfsögðu getur þú það einnig á bíl EN mun auðveldara er að henda hjóli út í vegarkant eða á afvikin afleggjara heldur en að koma bíl fyrir þar. Þú getur skutlað hjólinu á bakvið næstu trjáþyrpingu og tjaldinu líka og engin veit af þér þar en bílinn sæist alltaf.

Númer 2 Ferðast létt

Á mótorhjóli hefur þú ekki pláss fyrir, grillið, ferðaborðið, ferðastólana, fortjaldhitarann og svona mætti lengi telja. Á mótorhjóli ferðast þú bara um með það sem þarf og næstum ekkert umfram það. Oft má líkja ferðalagi á mótorhjólum við lífstílin „Minimalistic“ og eru það orð að sönnu því eins og áður var talið upp að þá ertu ekki með neina óþarfa aukaþyngd eða með hjólhýsið í eftirdragi en ert aftur á móti umhverfisvænni fyrir vikið.

Númer 3 Farið af malbikinu

Auðvitað fer það eftir hjólinu sem þú ert á en á mótorhjólinu er auðvelt að skoða hvert þessi eða hinn vegaslóðinn leiðir þig. Kannski á vit ævintýra sem þig óaði ekki fyrir en einnig kannski bara í skurðinn hjá næsta bónda. En hvort sem það verður þá nenntir þú ekki að skoða þennan vegaslóða á bílnum með hjólhýsið í eftirdragi.

Númer 4 Gerast alvöru túristi

Oftar en ekki á mótorhjóli að þá ertu ekki endilaga með alveg niðurnjörvað hvert eða hvað þú ætlar í dag því þú ert ekki með GPS græjuna í hendinni allan tíman. Því er allgerlega frábært að stoppa og spyrja heimafólkið um þetta eða hitt og fá þá kannski tilfinningu fyrir því að þú sért túristi í eigin landi og ert að fá heimafólkið til að segja þér frá nýja veitingarstaðnum sem var að opna eða safninu sem er bakvið þennan vegaslóða og eru kannski ekki kominn á kortið.

Númer 5 Njóta lífsins

Þegar þú ekur um dali og fjöll, finnur ilminn af nýslegnu grasi eða af túni sem nýbúið er að bera á, ekkert jafnast á við þá tilfinningu sem hríslast um í hnakkanum við ferska loftið. Njóta ferðarinnar og taka frekar lengri tíma í að skoða útsýnið og dáðst að okkar stórbrotnu náttúru frekar en að vera í keppni hver er fyrstur á áfangastað, stoppa og taka myndir út í vegakanti og bara allmennt að njóta þess að vera til.

Hvetjum við alla til að leggja land undir hjól og skoða náttúru landsins okkar eins og hún er í dag, nota tækifærið og skoða söfnin í bæjum landssins og borða á veitingastöðum sem margir hverjir eru á heimsmælikvarða. Verum túristar í eigin landi í ár og njótum þess að ferðast um á mótorhjólinu okkar.